Sigur gegn FH í Faxaflóamótinu
Keflavík og FH léku í Faxaflóamótinu s.l. laugardag í meistarflokki kvenna og fór viðureingin fram í Reykjaneshöllinni. Þetta var annar leikur Keflavíkurliðsins en áður hafði liðið sigrað ÍA, 3-1. Leikurinn fór rólega af stað og skiptust liðin á að sækja en fljótlega náði Keflavík tökum á miðjunni og náði upp ágætis pressu en gekk illa að finna réttu leiðin í gegnum FH vörnina. Keflavíkuliðið varð fyrir áfalli á 19. mínútu þegar Guðný Þórðar fór meidd af leikvelli og kom Hildur Haraldsdóttir inn á fyrir hana. Þó Keflavík hafi verið komið með ágætistök á leiknum náði FH að skora á 21. mínútu leiksins eftir skelfileg mistök í vörn Keflavíkurliðsins. Keflavík náði að halda áfram baráttunni án þess þó að skapa sér færi þar sem FH varðist vel. Á 42. mínútu náði FH að setja annað mark og var það mikil gjöf frá vörninni. Í framhaldi af marki FH fékk Keflavík dauðafæri en náði ekki að nýta sér það. Þegar flautað var til hálfleiks hafði FH tveggja marka forystu og er ekki hægt að segja að hún hafi verið verskulduð, en svona er fótboltinn.
Í seinni hálfleik hélt áfram svipuð pressa hjá Keflavíkurliðinu en FH-liðið gaf ekki mörg færi á sér. Fljótlega var þó ljóst að Keflavík ætlaði að selja sig dýrt og koma sér inn í leikinn. Keflavík sótti án afláts án þess að skapa sér færi og FH-liðið varðist vel. Á 61. mínútu þurfti Björg Ásta að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og kom Sonja Ósk inn á fyrir hana, einnig fór Hjördís Reynis af velli og Karen Sævars kom inn á. Áfram hélt barningurinn og seig FH-liðið aftar og aftar á völlinn þar sem sóknir Keflavíkurliðsins þyngdust. En eitthvað hlaut að bresta hjá FH og á 77. mínútu skoraði þjálfari liðsins Ásdís Þorgils gott mark eftir hornspyrnu og gaf það Keflavíkurliðinu von. Á 83. mínútu þurfti Eva Kristjáns að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og kom Birna Aðalsteins inn á í hennar stað. Á sömu mínútu skoraði Hildur Haralds jöfnunarmark Keflvíkur með góðu skoti efst í markhornið. Fjórum mínútum seinna skoraði fyrirliði Keflavíkurliðsins Ágústa Jóna sigurmark liðsins.
Þó sigurinn hafi verið sanngjarn var var hann tæpur. Keflvíkurliðið verður draga úr mistökum í varnarleiknum, liðið má ekki við því að gefa eitt til tvö mörk í leik. Annars sýndi liðið mikinn karakter að halda sér inn í leiknum og ná að sigra. Var sérlega gamann að sjá hversu vel ungu stelpurnar spiluðu og voru þær ekkert að gefa sér eldri og reyndari FH-ingum neitt. En sigur vannst og þarf liðið að byggja á þessu og er víst að tveir næstu leikir á móti Stjörnunni og Breiðablik verða töluvert erfiðari.
Keflavík: Mist, Thelma, Ásdís, Eva, Elísabet Ester, Ágústa, Björg, Hrefna, Guðný, Hjördís, Hansína.
Varamenn: Birna, Hildur, Karen, Sonja Ósk.
Hildur Haraldsdóttir.