Fréttir

Knattspyrna | 6. febrúar 2005

Sigur gegn Fjölni

Keflavík vann lið Fjölnis 5-2 í æfingaleik í Reykjaneshöllin á laugardag.  Staðan í hálfleik var 4-0 en skipt var um lið í hálfleik og við það jafnaðist leikurinn.  Okkar menn skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín; Hörður Sveinsson úr víti, Guðmundur Steinarsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Ásgrímur Albertsson og Scott Ramsay sáu um að skora að þessu sinni.

Leikurinn var síðasti æfingaleikurinn að sinni.  Næst á dagskránni er deildabikarinn en okkar menn hefja leik þar norðan heiða með leikjum gegn KA og Völsungi 19. og 20. febrúar.  Fyrsti heimaleikurinn verður síðan gegn KR í Reykjaneshöllinni laugardaginn 26. febrúar.