Fréttir

Knattspyrna | 27. nóvember 2010

Sigur gegn Fjölni

Keflavík sigraði Fjölni í æfingaleik í Reykjaneshöllinni í morgun.  Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Magnús Þórir Matthíasson fyrir okkar lið.  Keflavík hefur nú leikið fjóra æfingaleiki í vetur, unnið alla og aðeins fengið á sig eitt mark og það kom úr víti.  Þó þessir leikir séu ekki alltaf leiknir af fullum krafti er árangurinn góður og okkar menn eru greinilega að undirbúa sig vel fyrir átökin fram undan.

Mynd: Magnús Þórir hefur verið á skotskónum undanfarið.