Sigur gegn Njarðvík
Í gærkvöldi lékum við gegn nágrönnum okkar í Njarðvík í Lengjubikarnum, okkar fjórða leik í þeirri keppni. Líkt og við var að búast var hart tekist á og sáust nokkrar glannalegar tæklingar þar sem kappið bar skynsemina á stundum ofurliði. Sigur vannst í leiknum 2-0 og hefði sigurinn getað orðið miklu mun stærri ef ekki nema helmingur marktækifærana hefði verið nýttur af okkar mönnum. En sigur vannst og ber að gleðjast yfir því. Mörkin skoruðu þeir Patrik Redo strax á 5. mínútu eftir glæsilegt skyndiupphlaup og Jón Gunnar Eysteinsson skoraði af miklu harðfylgi á 85. mínútu. Eins og fyrr segir var hart tekist á en þess á milli sáust ágætis tiþrif í átt til knattspyrnu hjá báðum liðum. Lokaleikur Keflavíkurliðsins í riðlakeppni Lengjubikarsins er gegn HK þann 13 apríl.
Keflavík: Ómar - Garðar (Hafsteinn), Kenneth, Hallgrímur, Nicolai - Brynjar, Jón Gunnar, Guðmundur, Bessi (Magnús Matt) - Patrik(Sigurbjörn), Högni (Sigurbergur).
Myndir: Jón Örvar
Hver er að dekka hvern?
Byrjunarliðið gegn Njarðvík.
Redo skoraði fyrra markið...
...og Jón Gunnar það síðara.