Sigur gegn Þór/KA
Þór/KA - Keflavík: 1-2. Akureyrarvöllur, 2. ágúst.
Keflavík sigraði lið Þór/KA í fyrsta leik seinni umferðar Landsbankadeildar kvenna í gærkveldi á Akureyravelli 1-2. Leikurinn var erfiður þar sem Þór/KA er komið í mikla fallhættu. Liðið er einungis með þrjú stig eftir fyrri umferðina og bar leikur Þórs/KA þess glöggt merki. Barátta liðsins kom okkar stelpum lengstum úr jafnvægi og þó sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir eina snarpa sókn skoraði Ivana Ivanovic mark Þórs/KA á 30. mínútu þegar hún slapp í gegnum vörn Keflavíkurliðsins. Keflavík fékk líka sín tækifæri og átti Vesna Smiljovic m.a. skot í þverslá. Þegar liðin gengu til til búningsherbergja var Þór/KA því með 1-0 forystu.
Porca talaði greinilega hressilega yfir hausamótunum á Keflavíkurstúlkum og mættu þær miklu ákveðnari til leiks eftir leikhléið. Þær sóttu hart að marki Þórs/KA en herslumuninn vantaði til að koma boltanum í markið. Það var ekki fyrr en á 81. mínútu að Danka Podovac tók aukaspyrnu til móts við vítateigshornið og sendi boltann með föstu skoti efst í hornið fær, 1-1. Við þetta efldist lið Keflavíkur enn frekar en það var ekki fyrr en þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma að sigurmarkið kom. Danka Podovac var þar aftur á ferðinni þegar skot hennar úr teig kom við í leikmanni Þórs/KA og góður markmaður liðsins, Claire Johnstone, réði ekki við skotið, 1-2. Markið kom það seint að Þór/KA náðu að hefja leik og flautaði dómari leiksins til leiksloka. Keflavíkurstúlkur sýndu mikinn karatker í seinni hálfleik og náðu að knýja fram sigur í blálokin.
Góður sigur og gott að fara norður og ná að sigra baráttuglatt lið Þórs/KA.
Næsti leikur verður gegn Stjörnunni n.k. miðvikudag 8. ágúst á Keflavíkurvelli, kl. 19:15
Lið Keflavíkur: Jelena (Dúfa 40.), Ester, Björg Ásta, Björg Magnea, Donna (Íris Björk 80.), Anna, Lilja, Beth, Danka, Eva (Bryndís 59.) og Vesna
Varamenn: Justyna, Rebekka, Sára.
ÞÞ
Danka Podovac skoraði tvö glæsileg mörk gegn Þór/KA og tryggði Keflavík sigur.
(Mynd: Víkurfréttir)