Knattspyrna | 1. mars 2004
Sigur gegn Valsmönnum
Keflavík vann Val í Deildarbikarnum á föstudag en leikið var í Egilshöll. Leikurinn fór 2-0 og skoraði Hörður Sveinsson bæði mörkin. Okkar menn voru mun sterkari í leiknum og sköpuðu sér mun fleiri færi en Valsarar. Liðið er með 4 stig eftir tvær umferðir í B-riðli efri deildar í keppninni. Sjá má úrslit leikja og stöðuna í riðlinum á
heimasíðu KSÍ. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Skagamönnum í Reykjaneshöllinni sunnudaginn 14. mars. Skagamenn eru einmitt í efsta sæti riðilsins eftir tvo stórsigra í fyrstu leikjunum