Keflavík fer vel af stað í deildarbikarnum þetta árið en við unnum 2-1 sigur á liði Völsungs í dag. Fyrra markið var sjálfsmark en Hörður Sveinsson gerði það síðara. Það var síðan Ómar markmaður sem tryggði sigurinn með því að verja vítaspyrnu í seinni hálfleik. Næsti leikur verður strax á morgun þegar við mætum KA-mönnum í Boganum á Akureyri.