Sigur hjá 2. flokki í fyrsta æfingaleik
Það er nóg að gera í æfingaleikjum þessa dagana og 2. flokkur karla lék gegn Fjölni á dögunum. Liðið er með talsvert breyttan hóp frá fyrra tímabili; þeir Fannar Freyr, Arnar Skúli, Ingvar Björn og Arnar Magnússson eru komnir frá Tindastóli, Bessi Víðisson frá Dalvík og Garðar Már Grétarsson frá Egilsstöðum.
Leikurinn byrjaði brösuglega hjá okkar strákum og þeir lentu tveimur mörkum undir eftir 5 mínútna leik. Þeir sýndu hins vegar mikinn karakter og náðu að komast yfir í fyrri hálfleik með tveimur mörkum Tómasar Pálmasonar, sem átti stórleik, og Garðars Más Grétarssonar. Í seinni hálfleik var vörnin þétt fyrir og liðið spilaði skipulagðan leik og gaf Fjölnismönnum lítinn frið. Garðar skoraði sitt annað mark í leiknum og innsiglaði góðan sigur. Það er óhætt að segja að með tilkomu þessara nýju leikmanna er liðsheildin orðin mjög sterk og liðið er til alls líklegt í sumar. Liðið fær hrós fyrir góða baráttu sem skilaði góðum sigri.
Næsti leikur 2. flokks er svo gegn Haukum föstudaginn 25. janúar kl. 18:50 í Reykjaneshöllinni.
Mynd: Garðar Már átti góðan leik og skoraði tvö mörk.