Sigur hjá 2. flokki í Langbest-mótinu
Sameiginlegt lið 2. flokks Keflavíkur og Njarðvíkur tók þátt í Langbest jólahraðmóti sem Njarðvík hélt um síðustu helgi. Strákarnir stóðu sig mjög vel á mótinu og stóðu uppi sem sigurvegarar. Sigurinn kom þó ekki fyrr en með síðustu spyrnu mótsins en þá náði Jón Tómas Rúnarsson að jafna metin á móti Ægi og tryggja 2. flokknum stigið sem upp á vantaði til þess að sigra í mótinu. Auk 2. flokks Keflavíkur og Njarðvíkur tóku þátt meistaraflokkslið frá Njarðvík, Víði, Þrótti Vogum og Ægi Þorlákshöfn.
Markaskorun í mótinu dreifðist vel og skoruðu eftirfarandi leikmenn allir eitt mark hver: Ari Guðmundsson, Einar Þór Kjartansson, Magnús Ríkharðsson, Elías Már Ómarsson og Jón Tómas Rúnarsson
Leikmannahópur 2. flokks var skipaður eftirfarandi leikmönnum í mótinu: Einar Þór Kjartansson, Sigfús Kristján Pálsson, Sindri Þór Skarphéðinsson, Magnús Ríkharðsson, Ásgeir Jónsson, Aron Freyr Róbertsson, Jón Tómas Rúnarsson, Bergþór Ingi Smárason, Tómas Björgvinsson, Adam Sigurðsson, Leonard Sigurðsson, Elías Már Ómarsson, Patrekur Örn Friðriksson, Arnór Smári Friðriksson, Ari Freyr Guðmundsson, Eyþór Guðjónsson, Samúel Kári Friðjónsson.