Sigur hjá 3. flokki
3. flokkur karla lék æfingaleik á þriðjudaginn gegn nágrönnum sínum úr Njarðvík í Reykjaneshöllinni. Úrslit leiksins urðu 8 - 2 fyrir Keflavík. Pétur Karl Ingólfsson skoraði 3 markanna, Ágúst Hrafn Ágústsson 2 og þeir Jóhann Ingi Sævarsson, Ragnar Magnússon og Garðar Sigurðsson eitt mark hver.