Knattspyrna | 4. maí 2005
Sigur hjá 3. flokki
Stelpurnar í 3. flokki Keflavík 2 heimsóttu FH í gær og fóru stelpurnar okkar með sigur af hólmi 6-1, eftir að hafa leitt í hálfleik 2-0. Það voru þær Helena Rós Þórólfsdóttir 3, Anna Rún Jóhannsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Sigurbjörg Auðunsdóttir sem gerðu mörkin. Þess má geta að það voru sex stelpur úr 4. flokki sem spiluðu þennann leik. Liðið á eftir tvo leiki í Faxaflóamótinu og með sigri í þeim leikjum tryggja þær sér sæti í úrslitaleik um Faxaflóameistarann.