Sigur hjá 3. flokki í markaleik
Strákarnir í 4. flokki léku á dögunum síðasta leik sinn í Faxaflóamótinu. Leikið var gegn Stjörnunni og urðu úrslitin 6-4 fyrir Keflavík. Ólafur Jón Jónsson og Garðar Sigurðsson skoruðu báðir tvö mörk, Birgir Arngrímsson skoraði eitt og eitt mark var sjálfsmark.
Keflavík hefur lokið sínum leikjum. Sjá lokastöðu í riðlinum á slóðinni: http://www.ksi.is/asp/listar/mot.asp?MotNumer=4447