Fréttir

Sigur hjá eldri flokki gegn FH
Knattspyrna | 16. ágúst 2013

Sigur hjá eldri flokki gegn FH

Í gærkvöldi tóku leikmenn Keflavíkur í eldri flokki á móti FH í Reykjaneshöllinni. Þetta var þriðji leikur Keflavíkur á Íslandsmótinu í ár, en hlé var gert á mótinu frá miðjum júní mánuði. 

Það var boðið upp á hörkuleik í höllinni í gær. FH-ingar höfðu forystu í hálfleik 1-2 en í seinni hálfleik komu Keflvíkingar sterkir til leiks og innbyrtu að lokum góðan 7-4 sigur.

Mörk Keflavíkur gerðu Zoran Daníel 3, Gunnar Oddsson 2, Jóhann B. Magnússon 1 og Margeir Vilhjálmsson 1.

Þess má geta að í marki FH stóð gamli varnarjaxlinn frá Keflavík, Valþór Sigþórsson. Valþór sýndi góða takta og var m.a. þumlung frá því að verja vítaspyrnu frá Zoran Daníel.

Næsti leikur Keflavíkur á Íslandsmótinu er gegn Létti á Hertz vellinum í Breiðholtinu n.k. miðvikudag.

Leikskýrsla frá leik Keflavík - FH
Staðan á Íslandsmótinu


Liðin að leik loknum ásamt dómara leiksins sem var Sindri Kristinn Ólafsson.


Markaskorarar liðanna að leik loknum.
Frá vinstri: ?, Jóhann B. Magnússon 1 mark, Finnur Orri Thorlacius 3 mörk,
Gunnar Oddsson 2 mörk, Zoran Daníel 3 mörk.
(á myndina vantar Margeir Vilhjálmsson 1 mark)