Fréttir

Sigur hjá eldri flokki gegn Þrótti
Knattspyrna | 11. júní 2012

Sigur hjá eldri flokki gegn Þrótti

Lið Keflavíkur í eldri flokki atti kappi við Þrótt R. s.l. föstudag í Reykjaneshöllinni. Leikurinn fór heldur rólega af stað þar sem Þróttarar spiluðu agaðan varnarleik með áherslu á skyndisóknir, ein slík skilaði þeim forystu um miðjan fyrri hálfleikinn. Rétt fyrir hálfleik jöfnuðu Keflvíkingar með marki frá Ingvari Georgssyni. Fljótlega í seinni hálfleik náðu Keflvíkingar forystu og eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn endaði. Þegar upp var staðið höfðu Keflavíkurdrengirnir gert 8 mörk gegn 2 frá Þrótturum.

Mörk Keflavíkur: 
Ingvar Georgsson 2, Haukur Benediktsson 2, Friðrik Bergmannsson 2, Sigurður Björgvinsson og Rúnar Eyberg Árnason.

Leikskýrsla

Næsti leikur Keflavíkur er í dag, mánudaginn 11. júní, gegn Gróttu.
Leikið verður á Seltjarnarnesi kl. 20:00.

 


Liðin stilltu sér saman upp í myndatöku að leik loknum.
Efri röð, þriðji frá hægri: Keflvíkingurinn Þór Sigurðsson.
Neðri röð frá vinstriRagnar Sigurðsson lukkutröll, Sigurður Björgvinsson, Brynjar Harðarson, Ingvar Georgsson, Rúnar Eyberg Árnason, Jóhann B. Magnússon, Karl Finnbogason, Haukur Benediktsson, Ólafur Þór Gylfason, Friðrik Bergmannsson og Gunnar Magnús Jónsson