Fréttir

Sigur hjá eldri flokki í lokaleik tímabilsins
Knattspyrna | 12. september 2012

Sigur hjá eldri flokki í lokaleik tímabilsins

Eldri flokkur Keflavíkur mætti toppliði ÍR í lokaleik tímabilsins í Reykjaneshöll í kvöld. Það var mikið undir hjá ÍR-ingum, en þeir þurftu að ná í eitt stig í leiknum, til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík átti ekki möguleika á efsta sætinu eftir tap gegn KR s.l. sunnudag.

Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn og fram undir miðjan seinni hálfleik. ÍR-ingar brutu ísinn á 40 mín. með marki og voru komnir í vænlega stöðu til að tryggja sér titilinn. Keflavíkur piltarnir sóttu í sig veðrið og jöfnuðu á 45. mín, en þar var á ferðinni Friðrik Bergmannsson eftir vel útfærða sókn Keflavíkur. Stuttu síðar skoraði svo Kristján Geirsson og kom Keflavík í 2 - 1. ÍR - ingar lögðu allt kapp á að jafna leikinn og tryggja sér titilinn, en við það opnaðist vörn þeirra og Margeir Vilhjálmsson kláraði leikinn með 3ja marki Keflavíkur og þar við sat. Lokastaðan 3 - 1 fyrir Keflavík.

Fyrir leikinn var ÍR með fullt hús stiga og Keflavík því eina liðið sem náði í stig gegn þeim á tímabilinu. Breiðablik sigraði Létti í kvöld 8 - 5 og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í eldri flokki 2012 á hagstæðari markatölu en ÍR.  Keflavík endaði í 3. sæti á mótinu.

Leikskýrslan frá leiknum

Lokastaðan á mótinu

Markaskorarar Keflavíkur á tímbilinu


Lið Keflavíkur gegn ÍR.
Efri röð frá vinstri: Kristján Geirsson, Hjörtur Harðarson, Ragnar Steinarsson, Margeir Vilhjálmsson, Jón Ingi Jónsson, Gunnar Oddsson.
Neðri röð frá vinstri: Friðrik Bergmannsson, Jóhann B. Magnússon, Rúnar Eyberg Árnason, Ívar Guðmundsson, Haukur Benediktsson, Ólafur Þór Gylfason, Gunnar Magnús Jónsson.


Markaskorarar Keflavíkur gegn ÍR:
Kristján Geirsson, Friðrik Bergmannsson og Margeir Vilhjálmsson.


Margeir Vilhjálmsson hefur séð þau nokkur rauð spjöldin á ferlinum.
En þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem Maddi sér rauða kort dómarans með bros á vör :-)
Stórdómarinn Ægir Magnússon bregður hér á leik með Madda, að loknum leiknum gegn ÍR.