Sigur hjá stelpunum á Skipaskaga
Stelpurnar spiluðu annan leik sinn í Faxaflóamótinu gegn ÍA á sunnudaginn. Leikið var í Akraneshöllinni og höfðu Keflavíkurstúlkur betur í hörkuleik. Fyrsta mark leiksins kom á 11. mín. upp úr hornspyrnu, eftir klafs í teignum var það Sveindís Jane sem skoraði með hörkuskoti. Staðan í hálfleik því 0 - 1. Þegar um 6 mín. voru liðnar af seinni hálfleik skoraði Jóney Ósk Sigurjónsdóttir með bylmingsskoti utan vítateigs, 0 - 2. Skagastúlkur reyndu hvað þær gátu að minnka muninn en agaður og skipulagður varnarleikur Keflavíkurstúlkna sá til þess að lokastaðan varð 0 - 2. Keflavík er með fullt hús í Faxaflóamótinu að loknum tveimur leikjum.
Næsti leikur hjá stelpunum er æfingaleikur gegn Pepsi deildar liði ÍBV. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöll föstudaginn 27. janúar kl. 20:30.
Leikskýrsla af ksí.is
Staðan í riðlinum
Byrjunarliðið gegn ÍA
Efri röð frá vinstri: Þóra Kristín, Sveindís Jane, Eva Lind, Brynja, Sólveig Lind, Viktoría Sól.
Neðri röð frá vinstri: Ljiridona Osmani, Kristrún Ýr, Margrét, Eydís Ösp, Arndís Snjólaug