Fréttir

Sigur hjá stelpunum gegn Haukum
Knattspyrna | 17. desember 2015

Sigur hjá stelpunum gegn Haukum

Keflavíkurstúlkur spiluðu í kvöld (miðvikudag) sinn annan æfingaleik á tímabilinu en leikið var í Reykjaneshöll gegn Haukum.  Stúlkurnar sýndu skínandi góðan leik og sigruðu 2-1, eftir að hafa leitt 1-0 í hálfleik.  Una Margrét Einarsdóttir gerði fyrsta mark leiksins með hörkuskoti frá vítateigslínu, eftir að knötturinn barst út i teig upp úr hornspyrnu.  Anita Lind Daníelsdóttir gerði síðara markið og var það "endursýning" frá síðasta leik, skoraði með stórglæsilegu skot af um 35 metra færi, frá nákvæmlega sama stað og í leiknum gegn Álftanesi í lok nóvember. Haukastúlkur náðu að setja eitt mark undir lokin með langskoti og þar við sat.

Lið Keflavíkur í leiknum: Auður Erla Guðmundsdóttir (m), Eva Lind Daníelsdóttir, Brynja Pálmadóttir, Þóra Kristín Klemenzdóttir, Ólöf Stefánsdóttir - Ljiridona Osmani, Sólveig Lind Magnúsdóttir, Una Margrét Einarsdóttir - Margrét Hulda Þorsteinsdóttir, Anita Lind Daníelsdóttir og Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir.
Varamenn, sem komu allar inn á: Marín Veiga Guðbjörnsdóttir, Íris Una Þórðardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Viktoría Sól Sævarsdóttir.