Fréttir

Knattspyrna | 16. desember 2002

Sigur í æfingaleik

Keflavík vann FH í æfingaleik sem fram fór í Reykjaneshöllinni í gær.  Lokatölurnar urðu 5-2 eftir að staðan hafði verið 4-0 í hálfleik en FH-ingum tókst að laga stöðuna undir lok leiksins.  Hörður Sveinsson skoraði þrennu í leiknum og Magnús Þorsteinsson og Hólmar Örn Rúnarsson sitt markið hvor.