Sigur í æfingaleik
Keflavík og Fram léku æfingaleik í Egilshöll í gærkvöldi. Keflavík hafði sigur í leiknum 3-2. Hólmar Örn Rúnarsson skoraði tvö mörk og Þórarinn Kristjánsson eitt. Okkar menn voru að spila vel þrátt fyrir að hafa nær skipt um lið í hálfleik.
Adolf Sveinsson lék sinn fyrsta leik eftir að hafa gengið til liðs við Keflavíkurliðið fyrir stuttu og lék vel.