Fréttir

Knattspyrna | 14. mars 2005

Sigur í baráttuleik

Keflavík vann Fram 2-0 í deildarbikarnum í Fífunni á sunnudag.  Í byrjunarliði Keflavíkur voru aðeins fjórir leikmenn sem léku síðasta sumar en reyndar eru Jónas Guðni og Hörður meiddir.  Fyrsta mark leiksins skoraði Guðmundur Steinarsson beint úr aukaspyrnu með laglegu skoti beint í samskeytin.  Síðara markið skoraði Ingvi eftir laglegan undirbúning, þriggja snertinga bolti þar sem boltinn flaut vel og endaði í marki andstæðinganna.  Það var fyrst og fremst mikil barátta og góð varnarvinna sem skóp sigurinn í þessum leik.  Guðjón og Kristján þjálfarar liðsins hafa náð að blása í glæður baráttunnar hjá liðinu og má þar sjá mikla breytingu frá því sem áður var.  Keflavík heufr nú unnið tvo leiki í deildarbikarnum og gert tvö jafntefli. 

Byrjunarlið Keflavíkur í leiknum: Ómar, Ólafur Berry, Gestur, Þorsteinn Atli, Guðjón, Gunnar, Atli, Bói, Sigþór, Guðmundur, Ingvi.

Næsti leikur Keflavíkur er á móti Þrótti í Reykjaneshöllinni föstudaginn 18. mars kl. 19:00. 
 

 
Gummi skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.
(Mynd: Jón Örvar Arason)