Keflavík vann HK/Víking í Deildarbikar kvenna í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi. Lokatölur urðu 2-1 en það voru þær Ólöf Helga Pálsdóttir og Bergey Erna Sigurðardóttir sem skoruðu mörkin. Samkvæmt okkar heimildum voru Keflavíkurstelpurnar að leika vel í þessum leik og voru óheppnar að skora ekki fleiri mörk. Þær eru nú með 4 stig eftir þrjá leiki í keppninni en næstu leikur þeirra er laugardaginn 8. maí gegn Þrótti R. Sá leikur fer fram á gervigrasinum í Laugardal kl. 14:00.