Sigur í fyrsta leik í Futsal
Keflavík spilaði fyrsta leik sinn á Íslandsmótinu innanhúss í Futsal á laugardag. Leikið var gegn Álftanesi og unnu Keflvíkingar öruggan sigur 2-11. Það var strax ljóst hvert stefndi því Keflavík var komið í 0-3 eftir þrjár mínutur og staðan í hálfleik var 1-6. Þess má geta að Zoran Daníel Ljubicic (42 ára) spilaði með liðinu og stóð sig vel að vanda. Magnús Sverrir og Magnús Þórir léku einnig en aðrir leikmenn komu úr 2. flokki og stóðu þeir sig allir vel.
Í hinum leik riðilsins unnu Víðismenn lið Markaregns 9-5. Samkvæmt mótaskrá KSÍ er næsti leikur Keflavíkur gegn Víði á fimmtudaginn kemur kl. 18:00 í Garðinum.
Zoran er enn í fullu fjöri enda fæddur á því merka ári 1967.