Fréttir

Sigur í fyrsta leik í Lengjubikarnum hjá stelpunum
Knattspyrna | 3. apríl 2016

Sigur í fyrsta leik í Lengjubikarnum hjá stelpunum

Keflavíkurstúlkur léku gegn Fram í Egilshöll í Lengjubikarnum á laugardaginn. Stúlkurnar innbirtu nokkuð öruggan sigur, 1 - 5.
Fyrsta mark leiksins kom strax á 3. mínútu úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Unu Margréti Einarsdóttur, Sveindís Jane Jónsdóttir fór á punktinn og kláraði af miklu öryggi. Á 14. mínútu kom annað markið sem var sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Marínu Rún Guðmundsdóttur. Marín var svo aftur á ferðinni á 37. mínútu og skoraði úr markteignum eftir góða sendingu frá Sveindísi Jane. Staðan í hálfleik því 0-3.

Framstúlkur byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn í 1-3 á 52. mínútu en lengra komust þær ekki. Anita Lind Daníelsdóttir skoraði frábært mark eftir einstaklingsframtak, óð upp hálfan völlinn, framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum og lagði knöttinn af öryggi framhjá markverði Fram. Það var svo hin unga Sveindís Jane Jónsdóttir sem átti lokaorðið á 80. mínútu og skoraði frábært skallamark eftir aukaspyrnu frá Ljiridona Osmani.

Amber Pennybaker, nýr bandarískur sóknarleikmaður, kom til liðs við Keflvíkinga í vikunni og spilaði seinni hálfleikinn gegn Fram og lofar hún mjög góðu.

Leikskýrsla úr leiknum


Byrjunarlið Keflavíkur gegn Fram.
Efri röð frá vinstri: Kristrún Ýr Holm, Una Margrét Einarsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Brynja Pálmadóttir, Marín Rún Guðmundsdóttir, Björk Lind Snorradóttir.
Neðri röð frá vinstri: Eva Lind Daníelsdóttir, Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir, Auður Erla Guðmundsdóttir, Anita Lind Daníelsdóttir, Þóra Kristín Klemensdóttir.