Fréttir

Knattspyrna | 19. febrúar 2007

Sigur í fyrsta leik Lengjubikarsins

Keflvíkingar sigruðu Þróttara í fyrsta leik Lengjubikarsins í miklum markaleik í Reykjaneshöllinni í gær.  Keflavík sigraði 6-4 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 2-1 með mörkum frá Baldri og Guðmundi úr víti. Þróttarar komust síðan yfir 2-3 og Magnús Þorsteins jafnaði 3-3.  Það var svo Buxi (Einar Örn) sem gekk frá Þrótturunum með þremur mörkum á síðustu sex mínutunum.  Frábært hjá Einari Erni að skora þrennu í sínum fyrsta alvöruleik fyrir félagið.

Keflavík: Ómar - Guðjón, Kenneth, Ragnar, Hilmar Trausti - Hallgrímur, Baldur, Jónas, Sigurbjörn - Guðmundur og Einar Örn.
Aðrir sem komu við sögu í leiknum: Högni Helgason, Ólafur Berry, Einar Orri og Magnús Þorsteins.

Næsti leikur er laugardaginn 24. febrúar við Breiðablik í Fífunni og hefst kl. 17:00.

Myndir: Jón Örvar Arason


Byrjunarlið Keflavíkur. 


Einu marki Einars Arnar fagnað.


Einar Örn átti stórleik og skoraði þrennu.