Fréttir

Sigur í fyrsta leiknum í Faxanum hjá stelpunum
Knattspyrna | 20. janúar 2016

Sigur í fyrsta leiknum í Faxanum hjá stelpunum

Keflavíkurstúlkur spiluðu í kvöld fyrsta leik sinn í Faxaflóamótinu í ár gegn Skínanda, sem er systurfélag Stjörnunnar úr Garðabæ.  Eftir markalausan fyrri hálfleik komu Keflavíkurstúlkur ákveðnar inn í síðari hálfleikinn og settu fyrsta mark leiksins strax á 2. mínútu hálfleiksins.  Markið gerði Anita Lind Daníelsdóttir með enn einum þrumufleygnum rétt utan vítateigs.  Keflavík komst svo í 2-0 á 56 mínútu eftir glæsilega hornspyrnu Anitu sem hafði viðkomu í varnarmanni Skínanda og skrifast sem sjálfsmark.  Þrátt fyrir fjölmörg marktækifæri heimastúlkna og misnotað víti, skoraði Keflavík ekki fleiri mörk og endaði leikurinn því 2-0.
Næsti leikur stúlknanna í Faxaflóamótinu verður föstudaginn 5. febrúar gegn Hvíta Riddaranum. Í millitíðinni spila stúlkurnar æfingaleik gegn Pepsi-deildar liði ÍBV, leikurinn verður í Reykjaneshöll föstudaginn 29. janúar kl. 20:30.

Leikskýrsla úr leiknum í kvöld
Staðan í Faxanum


Anita Lind að koma Keflavík í 1-0 gegn Skínanda.