Knattspyrna | 18. febrúar 2003
Sigur í ÍAV-mótinu
Keflavík bar sigur úr býtum í ÍAV-mótinu sem lauk á sunnudag. Keflavík vann Njarðvík 3-0 í fjörugum úrslitaleik þar sem Magnús Þorsteinsson, Haraldur Guðmundsson og Einar Antonsson skoruðu mörkin. Haraldur var síðan rekinn af leikvelli eins og markvörður Njarðvíkinga.