Sigur í markaleik
Keflavík vann ÍR 5-4 í fjörugum leik í Lengjubikarnum á laugardaginn. Haraldur Freyr kom Keflavík yfir á 4. mínútu en nokkrum mínutum síðar jöfnuðu ÍR-ingar. Keflvíkingar bættu svo við þremur mörkum frá Magnúsi Þóri, Guðmundi Steinars og Herði og Keflavík var komið í þægilega stöðu. Staðan í hálfleik var því 4-1.
Á stuttum tíma þurftu þeir Hólmar Örn, Magnús Sverrir og Alen Sutej að fara þeir út af vegna meiðsla. ÍR-ingar nýttu sér það til hins ýtrasta og á stuttum tíma voru þeir búnir að gera þrjú mörk og jafna leikinn í 4-4. Nokkrum mínútum fyrir leikslok urðu ÍR-ingar svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Keflavík sigraði því 5-4.
Keflavík hefur því sex stig eftir tvo leiki í Lengjubikarnum. Næsti leikur liðsins verður sunnudaginn 14. mars kl. 19:00 gegn KR í Egilshöllinni.
Markaskorararnir Hörður, Guðmundur, Haraldur og Magnús Þórir.
Willum ræðir við sína menn eftir leikinn.