Sigur í nágrannaslag
Keflavík vann Grindavík í fótbolti.net-mótinu á miðvikudaginn. Lokatölur urðu 3-1 en Grindvíkingar náðu forystunni með marki Orra Freys Hjaltalín í fyrri hálfleik. Okkar menn tryggðu sér sigurinn undir lokin en Jóhann Birnir jafnaði leikinn og Ísak Örn Þórðarson skoraði svo tvö mörk en hann lagði einnig upp fyrsta markið.
Keflavík: Árni Freyr Ásgeirsson, Kristinn Björnsson, Einar Orri Einarsson, Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Viktor Smári Hafsteinsson, Frans Elvarsson, Magnús Þór Magnússon, Brynjar Örn Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Bojan Stefán Lubicic og Magnús Þórir Matthíasson.
Aðrir sem komu við sögu: Ómar Jóhannsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Sigurbergur Elísson, Ásgrímur Rúnarsson, Ísak Örn Þórðarson og Þorsteinn Þorsteinsson.
Ísak Örn í ferðinni í leiknum.
(Mynd frá Víkurfréttum)