Fréttir

Knattspyrna | 9. mars 2009

Sigur í öðrum markaleik

Keflavík vann Selfoss 4-2 í öðrum leik liðsins í Lengjubikarnum.  Okkar menn gerðu út um leikinn með þremur mörkum undir lok fyrri hálfleiks.  Fyrst skoraði Bjarni Hólm í sínum fyrsta leik, Guðjón Árni bætti öðru marki við og Hörður því þriðja.  Selfyssingar minnkuðu muninn í seinni hálfleik en Magnús Þórir gulltryggði sigurinn með marki undir lokin.  Þess má geta að Einar Ásbjörn stjórnaði liðinu af bekknum á meðan Kristján tók út liðið út úr stúkunni.

Keflavík er því með sex stig eftir tvo leiki í riðlinum og hefur unnið báða sína leiki eins og Grindavík.  Næsti leikur er gegn Fram mánudaginn 16. mars.  Sá leikur fer fram í Reykjaneshöllinni og hefst kl. 19:00.

Keflavík: Magnús - Guðjón, Bjarni Hólm, Nicolai, Tómas - Högni, Hólmar Örn, Jón Gunnar, Símun - Magnús Sverrir, Hörður.
Í halfleik komu inn þeir Einar Orri og Jóhann B. fyrir Jón Gunnar og Hörð.
Í seinni hálfleik komu Brynjar, Viktor og Magnús Þórir inn á fyrir Bjarna Hólm, Símun og Högna.


Einar Ásbjörn stýrði á bekknum.


Byrjunarliðið.


Hörður skallar rétt fram hjá.


Magnús Þormar í baráttunni.


Bjarni Hólm skorar í sínum fyrsta leik.