Fréttir

Knattspyrna | 19. júlí 2004

Sigur og jafntefli

Á föstudagskvöld gjörsigruðu Keflavíkurstúlkur lið Ægis í 1. deild kvenna 17-1.  Eins og tölurnar gefa til kynna voruu yfirburðir Keflvíkinga algerir í leiknum.  Alls skoruðu sjö leikmenn Keflavíkur mörkin og þeirra flest Guðný P. Þórðardóttir eða 4 mörk, en þær Lilja Íris og Björg Ásta gerðu þrennu.

KR-Keflavík í Landsbankadeildinni á sunnudagskvöld endaði með jafntefli. Það var Hólmar Örn Rúnarsson sem skoraði fyrir Keflavík á 14. mínútu en Sigurvin Ólafsson jafnaði fyrir hlé.  Í síðari hálfleik sýndu Keflvíkingar mikla baráttu og hefðu átt sigur skilið.  En stigið og frammistaðan í leiknum gefur okkar mönnum byr undir báða vængi fyrir næstu leiki.