Fréttir

Knattspyrna | 12. júní 2003

SIGUR OG JAFNTEFLI HJÁ 4. FLOKKI KARLA:

Keflavíkurpiltar í 4. flokki A gerðu góða ferð á heimaslóðir forsetans. Þeir sigruðu Umf.Bess. 6 - 1 í leik þar sem mörkin hefðu allt eins getað orðið tvöfalt fleiri. Mörkin gerðu Viktor Guðnason 2, Fannar Sævarsson 2, Helgi Eggertsson og Einar Orri Einarsson. Þess má geta að mark Einars var sérlega glæsilegt, þrumuskot af RÚMLEGA 40 m. færi söng efst í vinstra markhorninu! Mark heimamanna var skorað úr vítaspyrnu, en bæði mörkin sem Keflavík hefur fengið á sig í sumar hafa komið úr vítaspyrnum! Maður leiksins: Einar Orri Einarsson. Barðist eins og ljón ásamt því að stjórna miðjuspilinu af mikilli útsjónarsemi. B - liðið atti kappi við Gróttu á malarvellinum á Seltjarnarnesi. Hreint ótrúlegt að ekki skuli boðið upp á gras á þessum tíma árs og í þeirri veðursælu sem verið hefur undanfarið. Grasið þeirra er víst ekki tilbúið!! En leikurinn fór fram og var mikið jafnræði með liðunum mestan part leiksins. Gróttu piltar komust yfir á 20 mín. en Ingimar Rafn Ómarsson jafnaði rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik voru Keflavíkurpiltar mun ágengari upp við mark Gróttu en allt kom fyrir ekki og leikar enduðu 1 - 1. Dugnaðarforkur leiksins: Pétur Elíasson