Fréttir

Knattspyrna | 7. júní 2003

Sigur og jafntefli hjá 5. flokki

5. flokkur pilta lék fyrsta leik sinn í Íslandsmótinu í ár gegn Umf.Bess. s.l. miðvikudag að Bessastöðum. Leikið var í A- og B-liðum. A-leikurinn endaði með 1-1 jafntefli eftir hörkuleik þar sem Keflvíkingar voru vægast sagt mjög óheppnir fyrir framan markið. Mark Keflavíkur gerði Sigurbergur Elísson. Keflvísku sóknarmennirnir voru mun sparkvissari í B-liðs leiknum en þar vannst nokkuð sannfærandi sigur 2-7 og hefðu mörkin hæglega getað orðið mun fleiri. Markaskorarar voru Stefán Geirsson 2, Þorbergur Geirsson 2, Sigurður Vignir Guðmundsson 2 og Baldur Guðjónsson.