Fréttir

Knattspyrna | 18. maí 2004

Sigur og mörk hjá 23 ára liðinu

Lið Keflavíkur fór vel af stað í U23 ára deildinni og vann stórsigur á Fram í fyrsta leik mótsins í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi.  Þegar flautað var til leiksloka höfðu okkar strákar skorað sjö mörk án þess að Framarar næðu að svara fyrir sig.  Þórarinn Kristjánsson og Guðmundur Steinarsson settu báðir tvö mörk og þeir Magnús Þorsteinsson, Haraldur Axel Einarsson og Ólafur Jón Jónsson eitt hver.  Næsti leikur í deildinni er heimaleikur gegn FH sunnudaginn 23. maí kl. 17:00.  Með U23 ára liðum leika leikmenn sem verða 23 ára á þessu ári eða yngri en einnig má nota 4 eldri leikmenn í hverjum leik.