Fréttir

Knattspyrna | 19. apríl 2004

Sigur og tap í Deildarbikarnum

Meistaraflokkar karla og kvenna léku báðir í Deildarbikarnum um helgina.  Strákarnir léku við FH á laugardaginn og unnu öruggan sigur, 4-1.  Zoran Ljubicic, Hörður Sveinsson, Ingvi Rafn Guðmundsson og Ólafur Ívar Jónsson settu mörkin.  Með sigrinum tryggði Keflavík sér efsta sætið í B-riðli efri deildar með 17 stig en ÍA kom næst með 16 stig eftir jafntefli gegn ÍBV í síðasta leik sínum.

Meistaraflokkur kvenna lék gegn úrvalsdeildarliði Þórs/KA/KS í Reykjaneshöllinni á sunnudag.  Leikurinn var jafn og fjörugur en norðanstúlkur voru sterkari á endasprettinum og sigruðu 4-3.  Ólöf Helga Pálsdóttir fór hamförum í framlínunni og skoraði þrennu en það dugði ekki til.  Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Víkingi/HK á heimavelli föstudaginn 30. apríl.