Sigur og tap í leikjum helgarinnar
Keflavík vann FH í Fótbolta.net-mótinu en leikið var í Reykjaneshöllinni. Þar urðu lokatölur 3-1 en hér að neðan er frásögn Fótbolta.net af leiknum. Keflavík hefur þar með unnið báða leiki sína í riðlinum. Kvennaliðið lék gegn Haukur í Faxaflómótinu en varð að sætta sig við 4-0 tap í Hafnarfirði. Stelpurnar gerðu jafntefli í fyrsta leiknum og eru þvi með eitt stig í sínum riðli.
Af fótbolti.net:
Keflavík sigraði FH 3-1 í Fótbolta.net mótinu í dag en þessi lið áttust við í Reykjaneshöllinni.
FH var meira með boltann í fyrri hálfleik en Keflvíkingar komust þó nálægt því að skora þegar að Sigurbergur Elísson átti stangarskot.
Keflvíkingar náðu síðan að komast yfir á 42. mínútu þegar Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði beint úr aukaspyrnu til hliðar við vítateiginn framhjá Róberti Erni Óskarssyni í markinu.
Björn Daníel Sverrisson náði að jafna rétt fyrir leikhlé þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri.
Keflvíkingar endurheimtu forystuna í upphafi síðari hálfleiks þegar varamaðurinn Frans Elvarsson skoraði með skalla eftir horn.
Í viðbótartíma náði hinn ungi Elías Már Ómarsson síðan að innsigla sigurinn eftir að hafa sloppið einn í gegn.
Ray Anthony Jónsson lék sinn fyrsta leik með Keflavík í dag en hann kom inn á í hálfleik. Þá kom Halldór Kristinn Halldórsson inn á í leikhléi en hann er á reynslu hjá Keflavík.
Keflavík: Árni Freyr Ásgeirsson, Grétar Atli Grétarsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Magnús Þór Magnússon, Samúel Kári Friðjónsson - Jóhann Birnir Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Sigurbergur Elísson, Bojan Stefán Ljubicic - Magnús Sverrir Þorsteinsson, Hörður Sveinsson.
FH: Róbert Örn Óskarsson, Guðjón Árni Antoníusson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Pétur Viðarsson, Sam Tillen - Böðvar Böðvarsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Björn Daníel Sverrisson - Atli Guðnason, Emil Pálsson, Kristján Flóki Finnbogason.