Fréttir

Knattspyrna | 10. mars 2008

Sigur um helgina og annar æfingaleikur í dag

Meistaraflokkur karla lék æfingaleik gegn Haukum á laugardag.  Leiktímanum var skipt bróðurlega á milli leikmanna.  Lokatölur urðu 4-0 okkur í vil eftir að staðan hafði verið 2-0 í leikhléi og þótti liðið leika nokkuð vel á köflum.  Mörkin skoruðu þeir Högni, Jón Gunnar, Símun og Magnús Þórir.  Sigurbjörn meiddist í hné í leiknum en ekki er ennþá vitað hversu alvarleg meiðslin eru.

Næsti leikur er svo strax í dag, æfingaleikur gegn Reykjavíkurmeisturum ÍR í Reykjaneshöllinni kl. 18:30.

Keflavík: Ómar (Símon) - Guðjón (Garðar), Kenneth, Nicolai, Brynjar - Símun (Bessi), Jón Gunnar (Einar), Hallgrímur (Magnús Þórir), Hafsteinn - Högni, Guðmundur (Sigurbjörn)


Símun er kominn á fulla ferð og skoraði gegn Haukum.
(Mynd: Jón Örvar)