Fréttir

Knattspyrna | 5. febrúar 2008

Sigurbergur aftur til Úlfanna

Eftir ferð þeirra Sigurbergs Elíssonar og Viktors Gíslasonar til Wolves á Englandi í október s.l. sóttist Wolves eftir að fá Sigurberg aftur til sín.  Þeir hafa boðið Sigurbergi út og mun hann halda utan ásamt föður sínum föstudaginn 8. febrúar og dvelja hjá félaginu í 10 daga eða til 18. febrúar.
Sigurbergur mun æfa með U-16 ára liði Wolves og leika með þeim þrjá leiki gegn U-16 ára liðum Everton, Bolton og Plymouth Argyle.  Hann mun einnig æfa tvisvar með með U-18 ára liði félagins.  Það er greinilegt að þessi ungi og efnilegi leikmaður, sem sló met í Landsbankadeildinni síðastliðið sumar með því að verða yngsti leikmaður sögunnar í deildinni, hefur vakið athygli forráðamanna þessa fornfræga liðs á Englandi.


(Mynd: Þorgils Jónsson / Víkurfréttir)