Fréttir

Sigurbergur framlengir til 2018
Knattspyrna | 1. desember 2016

Sigurbergur framlengir til 2018

Sigurbergur Elísson hefur framlengt samning sinn við Keflavík fram til ársins 2018.  Hann hefur allann sinn feril spilað fyrir Keflavík og er það mikið ánægjuefni fyrir klúbbinn að hafa náð að framlengja við Sigurberg sem hefur spilað 86 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 16 mörk.  Árið 2007 spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Keflavík í efstu deild og var þá yngsti leikmaður sem hafði spilaði í þeirri deild frá upphafi en þá var hann 15 ára og 105 daga gamall, hann á að baki 3 leiki með U17 ára landsliði Íslands og skoraði í þeim 1 mark.  Sigurbergur var einn af máttarstólpum liðsins í Inkasso deildinni í sumar sem var hársbreidd frá því að komast upp í Pepsi deild en þangað er stefnan tekin á næsta ári.