Fréttir

Sigurbergur í Sviss með U-15 ára
Knattspyrna | 19. október 2013

Sigurbergur í Sviss með U-15 ára

Sigurbergur Bjarnason, leikmaður 3. flokks Keflavíkur, er nú staddur í Sviss með U-15 ára landsliðinu.  Sigurbergur var í sumar fyrirliði hins öfluga 4. flokks Keflavíkur sem varð m.a. Íslandsmeistari.

Landsliðið tekur þátt í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna.  Fjórar þjóðir leika um eitt laust sæti á þessum Ólympíuleikum sem fara fram í Nanjing í Kína á næsta ári.  Ísland mætir Finnum í dag, laugardaginn 19. október, en Moldóva og Armenía eru einnig þátttakendur í undankeppninni og leika strax á eftir Íslandi. Sigurvegararnir úr þessum viðureignum mætast svo mánudaginn 21. október.  Freyr Sverrisson er þjálfari U-15 ára liðsins.

Myndin með fréttinni er tekin á lokahófi yngri flokka Keflavíkur en þar er Sigurbergur ásamt leikmönnum meistaraflokks, Herði og Endre.