Sigurbergur og Árni í U-17 ára liðinu
Sigurbergur Elísson og Árni Freyr Ásgeirsson eru báðir í U-17 ára landsliði Íslands sem er á leið á Opna Norðurlandamótið. Mótið fer fram í Svíþjóð 28. júlí - 2. ágúst og er íslenska liðið í riðli með Norðmönnum, Englendingum og Finnum. Þeir Sigurbergur og Árni eru báðir 16 ára gamlir en þrátt fyrir að vera vart komnir af barnsaldri eru þeir báðir í leikmannahópi meistaraflokks. Árni hefur verið varamarkmaður Keflavíkurliðsins í sumar og Sigurbergur hefur þegar leikið tvo leiki fyrir Keflavík í efstu deild. Við óskum strákunum og félögum þeirra góðs gengis í mótinu.
Árni og Sigurbergur glaðhlakkalegir.
(Mynd: Jón Örvar Arason)