Sigurbergur skrifar undir
Sigurbergur Elísson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Keflavík. Sigurbergur er aðeins fimmtán ára gamall og varð á dögunum yngsti leikmaður í efstu deild karla frá upphafi. Það er ánægjulegt að þessi efnilegi piltur hafi samið við félagið og við eigum örugglega eftir að sjá mikið af honum á knattspyrnuvellinum næstu árin.
Myndir: Þorgils Jónsson / Víkurfréttir
Sigurbergur við Keflavíkurfánann.
Elís Kristjánsson, Sigurbergur sonur hans og Rúnar formaður.