Sigurður Donys til Keflavíkur
Sigurður Donys Sigurðsson er genginn til liðs við Keflavík og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Sigurður er 19 ára gamall og hóf knattspyrnuferil sinn hjá Einherja á Vopnafirði. Hann gekk síðan til liðs við Þór á Akureyri en var samningslaus þegar hann ákvað að ganga til liðs við Keflavík. Sigurður hefur leikið með U-19 ára landsliði Íslands og hefur vakið athygli erlendra liða. Þarna er efnilegur knattspyrnumaður á ferð og því ánægjulegt að bjóða Sigurð velkominn í hópinn.
Mynd af vef Víkurfrétta