Fréttir

Knattspyrna | 28. júlí 2004

Sigurgangan heldur áfram

Kvennaliðið hélt áfram sigurgöngu sinni í 1. deildinni með góðum sigri á Haukastúlkum.  Sigur Keflavíkurliðsins í gærkveldi var öruggur en þó var ekki laust við að liðið hafi verið hálf áhugalaust fyrstu 30 mínúturnar.  Haukastúlkur mættu ákveðnar til leiks og var mikið jafnræði með liðunum til að byrja með.  Keflavíkurstúlkur áttt í mestu vandræðum með að koma sér í gír.  Eina sem gladdi augað í fyrri hálfleik var gífurleg barátta og yfirferð Guðnýjar Þórðar og svo tvo falleg mörk Ólafar.  Í hálfleik gerði Ásdís þjálfari eina breytingu á liði sínu, setti sjálfa sig inn á.  Guðný skoraði fljótlega þriðja mark liðsins og var Keflavíkurliðið með leikinn í hendi sér.  En hlutirnir gerast fljótt í boltanum og Haukastúlkur náðu að setja tvö mörk á mjög skömmum tíma úr tveimur skyndisóknum.  En Keflavíkurliðið var ekki tilbúið að hleypa Haukaliðinu nær og settu Guðný og Ólöf sitt markið hvor fyrir leikslok.  Var greinilegt á leik liðsins að það var ekki tilbúið að vera án Ásdísar þjálfara og Bjargar Ástu sem er að keppa með U21 landsliði Íslands á Norðurlandamótinu sem haldið er fyrir norðan þessa dagana.  Ánægjulegt var að sjá Helenu Rós Þórólfsdóttir stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki.  Hún er enn eina stúlkan sem fær að spreyta sig sem kemur úr 3.flokki og var hún ekki langt frá því að skora með sinni fyrstu spyrnu þegar hún átti gott skot á mark Hauka.

Keflavík 5 (Ólöf Helga Pálsdóttir 3, Guðný Þórðardóttir 2)
Haukar 2 (Tatjana Safranj, Sara Rakel Hlynsdóttir)


(Mynd: Jón Björn Ólafsson / Víkurfréttir)