Fréttir

Knattspyrna | 26. júlí 2005

Simon í skoðun

Færeyski knattspyrnukappinn Simon Samuelsson hefur æft með Keflavík undanfarið og staðið sig vel.  Enn er ekki ljóst hvort hann verður með okkur út tímabilið en vel kemur til greina að hann verði lánaður hingað frá liði sínu í Færeyjum.  Simon er ekki ókunnugur í Keflavík en hann er hálfíslenskur, ættaður héðan og Jón bróðir hans leikur með 2. flokki Keflavíkur.

Mynd: Jón Örvar Arason