Fréttir

Knattspyrna | 5. ágúst 2005

Simon skrifar undir

Færeyski landsliðsmaðurinn Simon Samuelsson skrifaði nýlega undir saming við Keflavík.  Samningurinn gildir til loka tímabilsins 2008 og er mikil ánægja hjá félaginu að hafa fengið piltinn enda framtíðarleikmaður á ferð.  Simon er talinn einn allra efnilegasti knattspyrnumaður Færeyinga og hefur þegar leikið með A-landsliði þeirra þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur.  Simon á ættir að rekja til Keflavíkur og er því kominn á heimaslóðir.  Við bjóðum hann velkominn í hópinn.


 


 


Að lokinni undirritun samningsins.  Jakup í Stórustofu, umboðsmaður Simons,
Hjálmar Árnason, stjórnarmaður og túlkur, Simon og Ásmundur framkvæmdastjóri.
(Mynd:
Jón Örvar Arason)