Símun á afmæli...
Í dag, 21. maí, er haldið upp á merkisatburð sem gerðist fyrir nákvæmlega 24 árum. Þá kom í heiminn Símun Eiler Samuelsen en svo skemmtilega vill til að pilturinn er í dag leikmaður Keflavíkurliðsins í knattspyrnu. Símun kom til okkar um mitt sumar 2005 og sýndi strax skemmtileg tilþrif í jafnteflisleik gegn Þrótti á Keflavíkurvelli. Síðan hefur hann verið lykilmaður í liðinu og á að baki 58 leiki í efstu deild (15 mörk), 9 bikarleiki (1 mark) og 8 Evrópuleiki (2 mörk). Símun varð bikarmeistari með Keflavík árið 2006 en hann er líka fastamaður í landsliði Færeyja. Það ætti að liggja vel á kappanum í dag en Símun átti stórleik í nýrri stöðu gegn Valsmönnum á dögunum. Við sendum Símun og fjölskyldu hans hamingjuóskir í tilefni dagsins.
Flestir þekkja hæfileika Símuns á knattspyrnuvellinum en færri vita að hann er ágætur píanóleikari...
(Mynd: Jón Örvar í Portúgal)