Símun framlengir
Símun Samuelsen hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Keflavík. Það þarf ekki að taka það fram að þetta er mikill fengur fyrir okkar lið en Símun hefur staðið sig afbragsvel síðan hann gekk til liðs við okkur seinni hluta sumars árið 2004. Síðan hefur hann verið einn sterkasti leikmaður liðsins og átti stóran þátt í hinum skemmtilega sóknarleik Keflavíkurliðsins sem vakti hrifningu í sumar. Símun hefur leikið 20 deildarleiki fyrir Keflavík og skorað í þeim 4 mörk auk fjögurra bikarleikja (eitt mark) og 6 leikja í Evrópukeppni þar sem hann hefur einnig skorað eitt mark. Auk þess á kappinn fast sæti í landsliði Færeyja og hefur þegar leikið nokkra landsleiki þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs.
Oddur Sæmundsson stjórnarmaður, Símun og Rúnar Arnarson, formaður Knattspyrnudeildar.
(Mynd: Jón Örvar Arason)