Fréttir

Knattspyrna | 27. janúar 2010

Símun hættur hjá Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur og Simun Samuelsen hafa komist að samkomulagi um að Simun fari frá Keflavík til heimalands síns Færeyja af persónulegum ástæðum og að ósk Simuns.
Knattspyrnudeildin þakkar Simun kærlega fyrir þau tæp fimm ár sem hann hefur verið  hjá Keflavik og óskar honum alls hins besta á nýjum vettvangi.

Virðingarfyllst,
f.h. Knattspyrnudeildar Keflavíkur
Þorsteinn Magnússon

Virðingarfyllst,
Simun Samuelsen


Símun er 24 ára gamall og gekk til liðs við Keflavík árið 2005.  Hann lék 74 leiki fyrir félagið i efstu deild (18 mörk), 11 bikarleiki (4 mörk) og 10 leiki í Evrópukeppnum (2 mörk).  Hann varð bikarmeistari með Keflavíkurliðinu árið 2006 en auk þess á hann að baki 27 landsleiki fyrir Færeyjar.  Símun hefur verið einn öflugasti leikmaður Keflavíkur undanfarin ár og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu árið 2009.