Fréttir

Knattspyrna | 7. janúar 2010

Símun knattspyrnumaður Reykjanesbæjar

Símun Samuelsen er knattspyrnumaður Reykjanesbæjar árið 2009 en hann var valinn besti leikmaður Keflavíkur síðastliðið sumar.  Símun varð einnig í þriðja sæti í kjöri íþróttamanns Reykjanesbæjar en kjörinu var lýst á gamlársdag. 

Símun er 24 ára gamall og hefur leikið með Keflavík frá árinu 2005.  Hann hefur leikið 73 leiki fyrir félagið i efstu deild (18 mörk), 11 bikarleiki (4 mörk) og 10 leiki í Evrópukeppnum (2 mörk).  Hann varð bikarmeistari með Keflavíkurliðinu árið 2006 en auk þess á hann að baki 27 landsleiki fyrir Færeyjar.