Símun og Guðjón ekki með í kvöld
Símun Samuelsen verður ekki með liðinu gegn Valsmönnum í kvöld en hann hefur verið valinn í færeyska landsliðshópinn. Færeyjar leika við Kýpur í Tóftum á miðvikudag og samkvæmt reglum FIFA verður Keflavík að hleypa Símun í leikinn tveimur dögum fyrr. Henrik Larsen, landsliðsþjálfari Færeyja, hefur sýnt áhuga á því að nota Símun í næstu leikjum liðsins og virðist hann því vera að festa sig í sessi í landsliðinu. Það er ánægjulegt fyrir piltinn og Keflavík þó hans verði sárt saknað í kvöld enda hefur hann byrjað vel með Keflavíkurliðinu.
Þá verður Guðjón Antoníusson í leikbanni í kvöld vegna fjögurra gulra spjalda í sumar.
Og af því að það er alltaf gaman að Færeyskunni látum við fylgja með frétt um Símun af heimasíðu Færeyska knattspyrnusambandsins:
„Henrik Larsen hevur í dag sent boð eftir Símuni Samuelsen til dystin móti Kypros. Nýggjast maðurin í landsliðshópinum hjá Henrik Larsen eitur Símun Samuelsen. 20 ára gamli vágbingurin er júst fluttur til Íslands at spæla fótbólt við felagnum Keflavík. Símun Samuelsen hevur fingið eina góða byrjan upp á yrkisleið sína í Íslandi. Í vikuskiftinum skoraði hann í fyrsta dystinum fyri nýggja felagið eftir bert at hava verið 10 minuttir á vøllinum. Símun Samuelsen hevur leikt ein landsdyst áður.“